Sigrún Birna Blomsterberg er útvarpskona á K100 og danskennari en byrjaði 10 ára að bera út DV. Sigrún er hress og skemmtileg stelpa og segir okkur nokkur vel valin atriði um sjálfa sig.
Fullt nafn: Sigrún Birna Blomsterberg
Aldur: 31árs
Hjúskaparstaða: Single n ready 2 mingle
Atvinna: Útvarpskona og danskennari
…
Hver var fyrsta atvinna þín? Ég byrjaði að bera út DV 10ára, sem kom þá út eldsnemma alla morgna.
Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? „Melluböndin“ – hrikalegt tímabil… Varð skelfingu lostin um daginn, heyrði að þau eru víst að detta semí í tísku aftur.
Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Já.
Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já, en í stað þess að vera leið og ganga um með húfu ákvað ég að redda þessu bara sjálf og klippti mig „aðeins“ – getum orðað það svo að ég hef litið betur út.
Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei, en sælkerinn ég kíki alltaf í ísskápinn 😉
Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Kjóllinn rifnaði á einni af Grease sýningunni á stóra sviði Borgarleikhússins þegar allir KGRP yfirmenn mínir og verkstjórar voru í salnum…Strapparnir slitnuðu, vinkonurnar gægðust út og ég varð bara að láta sem ekkert væri í miðjum dansi meðan verið var að henda mér upp í lyftur o.fl. Dagurinn eftir var mjög vandræðalegur, enginn minntist á sýninguna fyrr en gröfumaður sem komst ekki hafði orð á því að vera leiður vegna þess. Þá losnaði heldur betur um málmbeinið á köllunum sem glottu út í annað og sögðu hann hafa misst af helljarinnar showi sem var hverrar krónu virði – Ég var valin starfsmaður mánaðarins
Í hvernig klæðnaði líður þér best? Heimagallanum, í kósýgír.
Hefurðu komplexa? Já, þessar vinkonur sem ég talaði um áðan mættu alveg fá smá búst.
Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? „Don‘t loose yourself trying to hold on to someone who doesn‘t care about loosing you“
Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Facebook.com
Seinasta sms sem þú fékkst? „Pantað kl.9, er það of seint fyrir þig sæta?“
Hundur eða köttur? Hundur
Ertu ástfangin? Ekki í augnablikinu
Hefurðu brotið lög? Já, umferðarlög og nokkur önnur fyrir löngu síðan. Var ekki vandræðaunglingur en það er þó margt sem foreldrar mínir vita ekki. Ég hef t.d. aðeins einu sinni notað föðurnafn mitt og sagts vera Valsdóttir, eftir að hafa verið nöppuð í tískuvöruverslun. Svo kunni ég að tengja framhjá – Nú verða ma og pa voða ánægð….
Hefurðu grátið í brúðkaupi? Nei
Hefurðu stolið einhverju? Já á mínum yngri árum því miður, fatnaði t.d.
Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Ég væri ekki sú sem ég er í dag ef ég hefði ekki gengið í gegnum lífið eins og það var. En hefði mátt hlusta á hjartað á vissu tímabili í stað þess að láta hausinn rugla í mér, innst inni vissi ég betur.
Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Mjög ánægða í heitu landi við hlið krumpaða kallsins míns, með kokteil í hönd, hlæjandi að öllu því sem ég og mínir höfum upplifað og glöð yfir að geta ennþá dansað frá mér allt vit.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.