Þessi afi á skilið að vinna titilinn “Afi ársins”.
Í þessu einstaka bréfi föður til dóttur, lýsir faðirinn afstöðu sinni til ákvörðunar hennar um að afneita syni sínum og vísa honum á dyr, eftir að sonurinn tilkynnti að hann væri samkynhneigður. Í bréfinu segir afinn dótturinni “að segja Chad að flytja út af heimili ykkar af þeirri einu ástæðu að hann væri samkynhneigður er viðurstyggilegt. Foreldri sem afneitar barni sínu er það sem er ónáttúrulegt hér”.
Þar sem að móðirin kaus að afneita syninum, stígur afinn fram til að hugsa um afasoninn og veðferð hans: “Hann er fæddur svona og kaus það ekki frekar en að vera örvhentur. Þú hinsvegar kýst að vera særandi, þröngsýn og gamaldags. Þannig að fyrst að við erum að afneita börnunum okkar, þá ætla ég að nota þetta tækifæri og kveðja þig. Ég á núna frábæran afason til að ala upp”.
Afinn er þó tilbúinn til að rétta fram sáttahönd og fyrirgefa dótturinni þar sem að hann endar bréfið á orðunum: “Ef að þú finnur hjartað í þér, hringdu”.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.