Hér erum við með 3 brúðargreiðslur eftir Elvar Loga. Innblásturinn í greiðslurnar sótti hann í rómantík,ást, riddaratímabilið og
50´s tímabilið. Allar greiðslurnar eru rómantískar en samt svo mismunandi.
Í þessari greiðslu var ekki notað skraut. Hún er með axlasítt hár og mjög fíngert og Elvar setti í hana 3 hárlengingaklemmur frá Balmain til að fá meira hár, til að gera greiðsluna umfangsmeiri og að fá meiri glamúr.
Í þessa brúðargreiðslu voru notaðar sömu rósir fyrir skraut og í brúðarvendinum. Sú er mun stífari uppsett en þessi fyrir ofan, en samt svo létt og rómantísk.
Þessi brúðargreiðsla er öll innblásinn af 50´s tímabilinu nánar tiltekið Marilyn Monroe og er slaufan punkturinn yfir i-ið.