„Ég legg í einelti“ – Faðir kennir syni sínum mikilvæga lexíu – Myndband

Jose Lagares í Texas ákvað að kenna syni sínum mikilvæga lexíu þegar hann lét son sinn standa á götuhorni með spjald sem stóð á „Ég legg í einelti. Flautið ef þið hatið þá sem leggja í einelti“

Jose hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir þetta og verið sakaður um slæmar uppeldisaðferðir, en hann segir að það hafi þurft harðar aðgerðir til þess að stoppa drenginn, sem er í 4. bekk. Hann segir að hann hafi nokkrum sinnum þurft að refsa drengnum fyrir að leggja í einelti og þar á meðal hafa refsingarnar verið í formi þess að drengurinn mætti ekki fara út í ákveðinn tíma.

„Opinber niðurlæging er ein tegund af einelti og kannski skilur hann núna hversu sárt það er að láta niðurlægja sig opinberlega,“ segir Jose. „Ég neita að láta barnið mitt valda öðru barni sársauka.“

Daginn eftir fór hann svo sjálfur með spjald á gatnamót sem á stóð „Ég sé ekkert eftir þessu. Flautið til þess að stoppa einelti.“

Hvað finnst þér, lesandi góður, um þessa aðferð.

SHARE