Tónlistarmyndband Bjarkar fær tvær tilnefningar til verðlauna – Myndband

Myndband Bjarkar Guðmundsdóttur við lagið Mutual Core hlýtur tvær tilnefningar til UK Music Video-verðlaunanna í ár, annars vegar fyrir bestu tæknibrellur (Best Visual Effects) og hins vegar fyrir bestu listrænu stjórnun og hönnun (Best Art Direction & Design). Verðlaunahátíðin fer fram þann 28. október næstkomandi en verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2008.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli um allan heim og hlaut meðal annars verðlaunin “People’s Voice”, eða Rödd fólksins, á Webby-verðlaununum fyrir stuttu.

Myndbandið var framleitt af Sagafilm fyrir One Little Indian og leikstýrt af bandaríska leikstjóranum Andrew Thomas Huang

Myndbandið var tekið upp þarsíðasta sumar í stúdíói Sagafilm á Laugavegi en alls komu þrjátíu manns að gerð myndbandsins. Starfsliðið var allt íslenskt fyrir utan leikstjórann og aðstoðartökumanninn sem komu að utan. Meðal þeirra sem unnu við tónlistarmyndbandið voru Gústi Jak og Gus Ólafsson en um framleiðslu sá Árni Björn Helgason hjá Sagafilm.

Í myndbandinu má sjá frábært samspil grafík og raunveruleika en Björk er grafin í sand í myndbandinu og spila eldfjöll og steinar stórt hlutverk í sviðsmyndinni.

 

Myndbandið má sjá hér:

Heimasíða UK Music Video Awards

 

 

 

SHARE