Stal einangrunarplasti og endaði þar með glæpaferilinn – Ágústa Johnson í Yfirheyrslunni

Ágústa Johnson er ein af þeim konum sem maður tengir ósjálfrátt við heilsu og heilbrigði. Hún er framkvæmdastjóri Hreyfingar í Glæsibæ, hefur gefið út fjöldann allan af æfingamyndböndum og skrifar feykivinsæla heilsupistla.

Ágústa kíkti í Yfirheyrsluna hjá okkur.

 

Fullt nafn: Ágústa Þóra Johnson

Aldur: Ung í anda

Hjúskaparstaða: Hamingjusamlega gift

Atvinna: Framkvæmdastjóri

Hver var fyrsta atvinna þín? Bar út Moggann 12 ára.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Gekk í útvíðum rauðum gallabuxum 13 ára þegar enginn annar átti svoleiðis. Eftir á sá ég að það var alvarlegt tískuslys 😉

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?

Hefurðu farið hundóánægð úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já já

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Reyni að gleyma þeim hratt.

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Gallabuxum og bol

Hefurðu komplexa? Já já en með aldrinum sér maður betur og betur hvað er heimskulegt að eyða orku í að hafa komplexa.

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Margar góðar en ein sem mér finnst alltaf frábær og svo hvetjandi er: Just do it

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Hreyfing.is

Seinasta sms sem þú fékkst? “Af hverju?”

Hundur eða köttur? Hundur!! Vil ekki sjá ketti.

Ertu ástfangin? Jahá!

Hefurðu brotið lög? Já, umferðalög, er ekki stolt af því.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Nei.

Hefurðu stolið einhverju? Stal einangrunarplasti úr nýbyggingu þegar ég var krakki og var að smíða fleka. Það komst upp, þetta var sérpantað einangrunarplast og ég fékk alvarlegt tiltal og skammaðist mín mikið. þar með endaði glæpaferill minn.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?  Myndi ekki breyta neinu. Maður lærir af allri lífsreynslu sinni og það gerir mann að þeim sem maður er.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Vonandi stálhraust og orkumikil og með fullt af barnabörnum í kringum mig.

SHARE