Trufluðu kennslustund í Háskólabíó – Myndband

Hljómsveitin 1860 mætti óvænt í stærðfræðitíma í stóra sal Háskólabíós

• Spiluðu á fernum tónleikum á fjórum klukkstundum:
• Stærðfræðitími breyttist í tónleika

Hversu hressandi er að sitja í stærðfræðitíma í Háskóla Íslands upp úr klukkan átta á fimmtudagsmorgni? Mjög, þegar inn í salinn stormar hljómsveitin 1860 öllum að óvörum, kemur sér fyrir á sviðinu og tekur lagið.

„Já, þið eruð að læra línulega algebru,“ sagði söngvarinn Hlynur Júní Hallgrímsson, leit á glærusýninguna og kynnti svo sveitina og sagði. „Við ætlum að vekja ykkur.“
Undrunar gætti í svip nemenda, sem voru einbeittir við lærdóminn þegar hljómsveitin yfirtók salinn.

Stóri salurinn í Háskólabíói var ekki eini viðkomustaður hljómsveitarinnar 1860 þennan fimmtudagsmorgun. Þeir héldu ferna, óvænta tónleika, svokallaða pop up, í samstarfi við Símann á fjórum klukkutímum þennan morguninn; fimmtudaginn 3. október.

„Frekar erfitt að vakna upp úr klukkan sex til að gera allt tilbúið og koma sér í gírinn en áhugavert að komast að því að hægt sé að spila á 4 tónleikum á 4 tímum,“ segir Hlynur um fimmtudaginn.

„Á þessum klukkutímum var keyrt milli staða, stillt upp, spilað og rótað niður. En auðvitað á hljóðmaðurinn okkar hann Frikki mestan heiðurinn. Þar liggur stressið. Ekkert má klikka.“
Eftir leikinn í Háskólabíói, mætti hljómsveitin óvænt í Menntaskólann við Hamrahlíð, setti upp búnaðinn og byrjaði að spila. Næst sáust þeir í Stúdentakjallaranum og svo í Listaháskóla Íslands. Fjöldi nemenda fylgdist með. Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan myndaði.

Tónleikarnir voru haldnir til að minna á að þeir sem kjósa snjallsímaáskrift hjá Símanum tryggja sér úrvalsþjónustu Spotify tónlistarveitunnar án aukakostnaðar í sex mánuði. Með Spotify Premium fæst aðgangur að tónlistarheimi sem hlusta má á með snjalltækjum og í fartölvunni. Hægt er að hlusta á hvar og hvenær sem er og án auglýsinga.

 

SHARE