Hvað segja bólurnar þínar um þig? – Hvar færð þú bólur?

Við konur eigum það til að fá allskonar óþolandi bólur á verstu mögulegu tímum. Hver kannast ekki við að vera á leiðinni á árshátíð og vakna sama dag með risa bólu á hökunni eða enninu? Gjörsamlega óþolandi!

Nú er búið að kortleggja hvers vegna bólur koma á þá staði sem þær koma á og er þetta mjög áhugavert að lesa.

Nr. 1 & 3 – Blaðran og meltingin 

Þú þarft að bæta mataræðið og drekka meira vatn.

Nr. 2 – Lifrin

Prófaðu að minnka áfengisneysluna, þungan mat og mjólkurvörur. Þetta svæði getur einnig bent til þess að þú sért með fæðuofnæmi.

Nr. 4 & 10 – Nýrun

Passaðu upp á að drekka og minnka það að drekka kaffi, gos og áfengi.

Nr. 5 & 9 – Öndunarfærin 

Þeir sem reykja fá oft bólur á þessa staði.

Nr. 6 & 8 – Nýrun

Dökkir hringir í kringum augun og bólur á þessum stöðum benda til þess að þú sért ekki að drekka nægilega mikið vatn.

Nr. 7 – Hjartað

Láttu athuga blóðþrýstinginn og passaðu að þú sért ekki að nota farða sem ertir húðina þína.

Nr. 12 – Maginn 

Þú ættir að íhuga að fara í afeitrunarkúr og borða meira af trefjum til að örva meltinguna.

Nr. 11 & 13 – Hormónarnir

Streita og hormónasveiflur geta oft á tíðum minnkað við það að drekka meira vatn og borða meira grænmeti. Ef þú ert að fá mikið af bólum á þessu svæði væri ekki vitlaust að panta tíma hjá lækninum þínum og láta athuga hvort þú sért með hormónaójafnvægi. Það koma líka oft bólur á þessu svæði við egglos.

Nr. 14 – Veikindi

Ef þú færð bólu á þessu svæði getur verið að líkaminn þinn sé að berjast við bakteríusýkingu, slakaðu á og drekktu nóg af vökva.

 

8kXms0n1KmQYXkCLECvlCyfzHeimildir

 

SHARE