Rússneska söngkonan Alyona Piskun er bara 25 ára gömul en hún hefur farið í 13 lýtaaðgerðir til þess að umbreyta útliti sínu. Alyona er mjög umdeild í Rússlandi og mörgum þykir tónlist hennar og framkoma til skammar og nýlega komst hún í vandræði vegna mynda sem teknar voru af henni við Mamayev Kurgan minnisvarðann.
Þegar maður skoðar þessar myndir af henni þá er eins og þetta sé ekki sama manneskjan en hægt er að þekkja hana af húðflúrinu sem hún er með.