Hefurðu einhverntíma hugsað um hvernig þú litir út ef að þú myndir skipta um föt við einhvern af gagnstæðu kyni?
Kanadíski ljósmyndarinn Hana Pesut leitast við að svara þeirri spurningu í myndaseríu sem hún kallar “Switcharoo,” sem sýnir myndir af pörum, fyrst í þeirra eigin fötum og síðan eftir að þau hafa skipt um föt.
Hugmyndin kviknaði í útilegu þar sem að Pesut ákvað að mynda tvo vini sem voru mjög ólíkir í klæðaburði: “Annar var með slaufu, fullt af solkislæðum, perlum og í fötum með hlébarðamunstri. Hinn var í svörtum buxum og svörtum bol. Mér fannst það vera skemmtilegt ef að þeir myndu skipta um föt og pósa á fyrir og eftir myndum” segir Hana.
Útkoman er skemmtileg myndasería sem vekur upp spurningar um kynjahlutverkin. Sum pörin auka enn frekar á áhrifin með því að herma eftir líkamsstöðu hvors annars á fyrir og eftir myndunum.
Pesut er sjálfmenntuð frá litlum fjallabæ í Kanada. Eftir að hún byrjaði á ‘Switcharoo’ myndaséríunni árið 2010, hefur hún hinsvegar ferðast um allan heim, kynnst fjölda fólks, fengið heimsviðurkenningu og gefið út bók.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.