„Börnin mín búa hjá mér og þannig er það!!“ – Kate Winslet á 3 barnsfeður

Leikkonan Kate Winslet, 38 ára, prýðir forsíðu nóvember tölublaðs Vogue og í blaðinu er opinskátt viðtal við hana. Þessar fallegu myndir af henni voru teknar af Mario Testino, en eins og sést er Kate ófrísk núna af sínu þriðja barni.kate-winslet-vogue-nov-1-e1381957299502

Kate hefur alltaf sýnt mikinn metnað í vali á hlutverkum sínum og margir vilja meina að hún sé ein besta leikkona okkar tíma. Hún hefur gengið þrisvar sinnum í hjónaband og eins og fyrr segir á hún von á sínu þriðja barni, en hún á tvö frá fyrri samböndum. Kate er gift Ned RocknRoll.

„Fólk segir við mig: Aumingja börnin, þau hljóta að hafa gengið í gegnum svo marg! En ég segi við þau: Segir hver?,“ segir Kate við þá sem hafa gagnrýnt ástarmál hennar.

„Þau hafa alltaf verið hjá mér. Þau eru ekki á neinum flakki eða eru send með flugvélum með barnfóstrum hingað og þangað. Það hefur aldrei gerst! Börnin mín búa hjá mér og þannig er það!“ segir Kate.

kate-winslet-vogue-nov1-e1381957316791

Kate segir börn sín eiga í góðu sambandi við feður sína en segist samt sem áður, skiljanlega, vera glöð yfir því að börnin búi alfarið hjá henni.

kate-winslet-vogue-nov-2-e1381957284880

SHARE