Sjáðu hvernig reykingar skaða líkama þinn – Gagnvirk heimasíða

Við vitum öll að það er óhollt að reykja. Það sem margir vissu kannski ekki er að reykingar geta flýtt fyrir gránun hjá konum og aukið líkurnar á því að þær fái hárvöxt í andlitið.

Nú hafa finnskir læknar þróað gagnvirka heimasíðu sem sýnir skaðsem reykinga í miklum smáatriðum. Síðan heitir Tobacco Body.article-2464471-18CB991100000578-744_634x661

Blettir á húð, magasár og fleiri fylgifiskar eru sláandi að sjá.

Til þess að sjá breytingarnar ferðu inn á heimasíðuna og velur annað hvort karl eða konu, svo velurðu líkamshlutann sem þú vilt skoða.

Screen shot 2013-10-18 at 11.08.53

Það er útskýrt á síðunni að reykingafólk er líklegra til þess að fá allskyns sýkingar og verri húð. Húðin lítur verr út og þeir sem reykja fá 5 sinnum meiri hrukkur en þeir sem ekki reykja.

article-2464471-18CB99AC00000578-144_634x469

 

SHARE