Hafði hangið í snöru í 8 ár – Nýi eigandinn fann líkið

Nýjum eiganda íbúðar í París brá heldur betur í brún þegar hann opnaði hurðina á íbúðinni og sá þar fyrri eiganda íbúðarinnar hangandi í snöru. Maðurinn sem hékk í snörunni hafði verið fertugur þegar hann fyrirfór sér eftir að hafa misst vinnuna og átti ekki nóg til þess að borga reikningana sína.

Sjálfsvígið átti sér stað fyrir 8 árum en lík mannsins hafði aldrei fundist vegna þess hversu mikill einstæðingur maðurinn hafði verið.

Bankinn tók á endanum íbúðina yfir og seldi hana á uppboði en hafði greinilega ekki fyrir því að skoða eignina áður en hún var seld. Að sögn lögreglu var líkið í góðu ásigkomulagi sem og íbúðin.

SHARE