Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen og eiginmaður hennar fótboltastjarnan Tom Brady festu nýlega kaup á þessari gullfallegu íbúð í New York fyrir aðeins 14 milljón dollara. Íbúðin sem er með þremur svefnherbergjum er á einni hæð, á 47 hæð í One Madison Park glerturninum í Flatiron hverfinu á Manhattan og með stórkostlegt útsýni yfir borgina.