Lion Bar smákökur – Uppskrift

Við höldum áfram að tína til smákökuuppskriftir og þessi er sára einföld og fljótleg.  Ekki sakar súkkulaði magnið sem hittir í mark hjá yngir kynslóðinni.

100 gr Lion bar

100 gr suðusúkkulaði saxað

150 gr púðursykur

80 gr smjörlíki

1 egg

160 gr hveiti

¼ tsk matarsódi

½ tsk salt

smá vanilludropar eftir smekk

Öllu hráefninu er hrært saman og Lion barið síðast ( svo að það fari ekki alveg í mauk ) Sett á plötu með teskeið, ca: ½ til 1 tsk fyrir hverja smáköku.  Hafa gott bil á milli þeirra því að þær renna til.  Bakaðar við 175° í 8 mínútur.  Alls ekki of lengi, því að þá verða þær harðar!

 

Ef þig langar að deila með okkur uppskriftum, sendið okkur þá á ritstjorn@hun.is ásamt mynd/um.

SHARE