Hann var feitasti maður í heimi – Hefur í dag misst 304 kg

Paul Mason, 52 ára, var einu sinni feitasti maður í heimi en hann var 444 kg og borðaði 20.000 kaloríur á dag. Hann fór í hjáveituaðgerð sem hjálpaði honum að missa 304 kg. Það varð einnig til þess að hann kynntist ástinni í lífi sínu.

article-2487803-1934C5DD00000578-423_634x362

Rebecca Mountain frá Massachusetts í Bandaríkjunum kom sér í samband við Paul á Facebook eftir að hún sá heimildamynd um hann í sjónvarpinu. Þau töluðu saman í nokkra mánuði á Skype og á Facebook áður en þau hittust í fyrsta skipti. Paul býr í Ipswich í Englandi.

„Ég sá Paul í þessari heimildamynd fyrir mörgum árum og mér fannst ég tengjast honum strax og langaði til að hjálpa honum,“ segir Rebecca.

Í fyrsta skipti sem þau töluðu saman á Skype, töluðu þau saman í meira en 4 klukkustundir og þeim leið eins og þau hefðu þekkst alla ævi. Í lok samtalsins sagði Paul: „Á hvaða tíma eigum við að spjalla á morgun?“

Þrátt fyrir það að Paul sé búinn að missa öll þessi kíló er hann enn ekki farinn að geta hreyft sig eins og hann er bundinn við hjólastól. Hann þarf að komast í aðgerð til þess að láta fjarlægja húðina, en samtals er auka húðin um 50 kg og bindur hann vonir við að geta komist úr hjólastólnum þegar þeirri aðgerð er lokið.

article-2487803-1934C61F00000578-727_634x357

 

 

SHARE