Hér er frábær leið til að búa til slaufu í hárið. Fyrst þarftu að vera búin að blása hárið með froðu eða einhverju álíka til að fá hald í hárið.
Þú tekur svo tvo lokka og setur þá í tagl en passaðu að endinn sé ekki tekin alveg í gegn, semsagt við búum til „bungutagl“. Við notum endann síðar.
Við skiptum svo bungunni í tvo jafna hluta og spennum fast til hliðar.
Þá loksins tökum við lausa hlutann úr taglinu og vefjum því undir annan hvorn slaufuhlutann og setjum yfir skiptinguna og felum
endann undir slaufunni með hárspennum. Það er um að gera að nota smá hársprey.
Þetta er mjög smart og einföld leið til að búa til smá smart og öðruvísi hárgreiðslu. Ætti ekki að taka meir en 5-10 mínutur.