Zombie gengur laus í Reykjavík

zombietýnd1

Á vef Dýrahjálpar Íslands má finna lista yfir týnd dýr. Á þeim lista er læðan hennar Agnesar Þóru Kristþórsdóttur sem ber nafnið Zombie en læðan hefur ekki skilað sér heim í heila viku.

Agnes biðlaði því til okkar á Hún.is að hjálpa sér í leitinni og af því að við erum miklir dýravinir getum við ekki annað en aðstoðað Agnesi í leitinni að Zombie.
Í lýsingu Agnesar á vef Dýrahjálpar segir:

„Hún elsku litla Zombie mín hefur ekki komið heim í viku. Hún er vön að vera á rápi inn og út um gluggana allan daginn, og halda sig nálægt húsinu okkar. Zombie er hvít, svört og rauð, og er með mjög sérstakt mynstur á bakinu, sem virkar köflótt. Zombie er rétt að verða 3ja ára og er frekar lítil og grönn. Hún er vinur allra og ég veit ekki til þess að hún sé hrædd við neinn. Hún sást síðast heima hjá sér á Langholtsvegi (104 Rvk) laugardaginn 28.september.

Tengiliðsupplýsingar:

Nafn: Agnes Þóra Kristþórsdóttir

Netfang: agnesthora@simnet.is

Símanúmer: 848-8011“

zombietýnd

 

SHARE