Í hóruhúsi í Bangladesh sitja litlar stúlkur sem bíða þess að vera misnotaðar kynferðislega til þess að fá peninga til þess að eiga fyrir mat. Stundum gefa mennirnir sem „gera þær út“ þeim jafnvel að borða. Þessar myndir eru úr einu svona hóruhúsi og sýnir ungar stúlkur, allt niður í 11 ára gamlar sem þurfa að selja líkama sinn til fullorðinna karlmanna. Þetta er ekki óalgengt í þessu hverfi.
Hashi er aðeins 17 ára gömul en þarf að selja sig alla daga. Hún vinnur sér inn 1.179 – 1.474 kr á dag og til þess, þarf hún að selja sig 15- 20 karlmönnum
Það er mjög algengt að ungar stúlkur séu gerðar að kynlífsþrælum á þessu svæði. Á þessari mynd heldur Hashi á Oradexon sem eru sterar sem stúlkurnar eru settar á til þess að fita þær og láta þær líta út fyrir að vera heilbrigðari en þær eru í raun og veru. Bændur gefa nautgripum sínum þessa stera
Sumar af stúlkunum hafa fæðst inn í hóruhúsunum eins og þessi stúlka sem er 11 ára og heitir Shefali. Móðir hennar er vændiskona og hún er alin upp sem slík
Lucky er aðeins 19 ára gömul en lífið í hóruhúsinu er það eina sem hún þekkir. Hún á þriggja mánaða gamlan son
Það geta fáir skilið hvað þessar stúlkur hafa gengið í gegnum
Hér er önnur stúlka að setja á sig farða fyrir framan manninn sem er að fara að sofa hjá henni
Maya bíður hér eftir sínum „viðskiptavini“ á meðan Hascha tælir sinn „viðskiptavin“
Ágreiningur kemur upp
Að lokum tekur hún hann með sér inn
Þessar stúlkur hafa upplifað allskyns viðbjóðslega hluti og fengu aldrei að vera börn
Hýbýli þeirra eru ekki mönnum bjóðandi
Herbergin eru lítil og óhrein
Þetta er sameiginlegt salerni kvennanna
Börn eru alin upp af börnum í þessu óhreina umhverfi