Söngvarinn Adam Levine hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður í heimi af People. Hann er 34 ára og er söngvari hljómsveitarinnar Maroon 5 en hann er líka dómari í þáttunum Voice.
Adam segist hafa verið mjög hissa þegar honum var tilkynnt um titilinn. „Ég hélt að þetta væri bara grín en svo kom í ljós að þetta var ekkert grín,“ segir Adam. „Sem tónlistarmaður er maður alltaf að vonast eftir að vinna verðlaun og ég hafði einhvern veginn ekki átt von á svona verðlaunum.“
Adam er á forsíðu People blaðsins og segir í viðtalinu að hann sé ofboðslega hamingjusamur með kærustu sinni, en hún er 24 ára og heitir Behati Prinsloo. Hún er fyrirsæta hjá Victoria’s Secret og er parið farið að huga að hjónabandi.
Adam er í þrusu formi og það sem hann segist gera til þess að halda sér svona flottum er að stunda mikið jóga.