10 algengustu ástæður fyrir sambandsslitum

Sambönd geta oft verið flókin & krefjast vinnu eins og við vitum öll. Það er gaman að spá aðeins í því hvaða ástæður geta verið fyrir því að sambönd endist ekki. Hérna eru nokkrar algengar ástæður.

1. Ójafnvægi.
Valdabarátta í sambandinu. Ef annar aðilinn í sambandinu hefur meiri völd en hinn er líklegt að það valdi á endanum sambandsslitum. Einfaldlega vegna þess að þegar fólk fattar að það sé mikið ójafnvægi er oft of seint að laga það.

2. Framhjáhald
Það þarf varla að útskýra þetta nánar. Ein leið til að rústa sambandinu er að stunda framhjáhald, hvort sem það endar sambandið eða þið reynið að komast yfr framhjáhaldið mun það alltaf setja sinn svip á sambandið og mjög líklega valda sambandsslitum á endanum. (ég veit amk. að ég væri farin á mínútunni!)

3. Stjórnsemi
Þegar annar aðilinn í sambandinu er mjög stjórnsamur skapast fljótt ákveðið munstur í sambandinu, það endar oftast á því að hinn aðilinn fær alveg upp í kok og gefst upp. Það tekur oft mikið hugrekki að rífa sig úr svoleiðis sambandi og það getur oft verið erfitt þegar makinn hefur stjórnað þér og jafnvel beitt þig andlegu ofbeldi lengi.

4. Facebook!
Já, facebook! ótrúlegt en satt þá er facebook farin að verða æ algengari ástæða fyrir sambandserfiðleikum eða jafnvel sambandsslitum. Hvort sem maki þinn hefur nýlega vingast við gamalt deit eða like-að mynd hjá fyrrverandi getur það verið ýmislegt tengt facebook sem getur eyðilagt & skapað vesen.

5. Að breytast
Það er líklega fátt meira pirrandi en þegar þú kynnist maka þínum og allt er alveg frábært, þú elskar manneskjuna sem þú ert með og velur þér makann að sjálfsögðu út frá persónuleika og hvernig hann kemur fram. Það er því ekkert meira pirrandi en þegar aðilinn breytist strax og það kemur reynsla á sambandið. Þegar þú ert að kynnast manneskju er alltaf betra að koma bara til dyranna eins og þú ert klædd/ur, það er ekki gott að búa til einhverjar væntingar sem þú getur svo aldrei uppfyllt. Vertu bara þú sjálf/ur

6. Óvirðing gagnvart fjölskyldu & vinum makans.
Ef maki þinn getur ekki borið virðingu fyrir fjölskyldu & vinum þínum ertu líklega ekki með réttu manneskjunni. Fjölskylda & vinir eru oftast stór partur af lífi okkar & ef maki okkar ógnar sambandi okkar við fjölskyldu & vini er líklegt að það leiði til sambandsslita á endanum ( Það ætla ég rétt að vona, vegna þess að enginn ætti að vera með manneskju sem kemur illa fram við vini & fjölskyldu manns!)

7. Að kæfa maka sinn
Það er ótrúlega fráhrindandi að gjörsamlega kæfa maka sinn. Samband er byggt á trausti og þegar maður vill ALLTAF vera með maka sínum og leyfir honum aldrei að fá sitt “space” er líklegt að það endi með ósköpum.. það eru ótrúlega margir sem gera þessi mistök, við höfum öll gott af því að vera ein eða með vinum líka. Það þurfa allir að vera einstaklingar líka þó þú sért í sambandi.

8. Lygar!
Lygar eru ótrúlega særandi og geta eyðilagt sambönd. Ef þú getur ekki treyst maka þínum vegna þess að þú veist að hann lýgur byggist sambandið ekki á trausti & sambönd eiga að byggjast á trausti. Það getur tekið langan tíma en á endanum mun hinn aðilinn fá nóg og slútta þessu.

9. Peningavandamál
Ef par á í peningavandamálum getur það fljótlega sett alvarlegan strik í reikninginn. Þetta er líklega ein af algengustu ástæðunum fyrir sambandsslitum. Hvort sem að parið sé fast í skuldasúpu eða aðeins annar aðilinn sé að skaffa pening til heimilisins getur það skapað mikla spennu.

10. Hræðsla við skuldbindingu.
Segir sig sjálft. Ef annar aðilinn er hræddur við að skuldbinda sig of mikið en hinn ekki er sambandið líklega ekki að fara að virka til lengdar. Það kemur alltaf að því að annar aðilinn fær nóg af því að reyna að fá makann til að skuldbindast sér.

Þetta eru bara nokkur dæmi, hvað heldur þú að sé algengasta ásæðan fyrir sambandsslitum?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here