Svaf úti í vagni og pabbi fann á sér að eitthvað var að

Á fimmtudagsmorgun fór Patric Engqvist með dóttur sína út í vagn fyrir utan hús þeirra í Hultsfred og ætlaði að leyfa henni að sofa úti í ferska loftinu.

Patric ætlaði að setjast niður og hlusta á tónlist þegar hann fékk á tilfinninguna að hann ætti að fara að út og kíkja á dóttur sína. „Ég hugsaði með mér að ég ætti að kíkja út og gá hvort hún hefði vaknað. Í fyrstu heyrði ég ekki neitt en svo öskraði hún upp yfir sig. Þegar ég kom að vagninum sá ég að hún var eldrauð í framan og það fyrsta sem mér datt í hug var að hún hefði kastað upp,“ segir Patric.

Patric laut niður og tók dóttur sína upp úr vagninum og þá sá hann dýrið. Þetta var dýr sem er náskylt skunki en mun minna. „Ég fékk áfall þegar ég áttaði mig á því að dýrið hafði meitt dóttur mína. Hún hafði verið innpökkuð í svefnpokann og ekki einu sinni getað notað hendurnar til að verja sig,“ segir Patric. 

 

Patric hringdi í móður Selmu sem kom heim og svo í sjúkrabílinn. Dýrið hafði klórað litlu stúlkuna í andlitið og var hún með 60-70 sár í andlitinu og þykir það mildi að dýrið hafi ekki klórað úr barninu augun. Patric fór út til þess að leita dýrsins og fann það og drap með skóflu. Kom þá í ljós að þetta dýr var gæludýr manns í nágrenninu og hafði horfið þann 28. janúar.


Selma litla varð að fara í svæfingu til þess að hreinsa og gera að sárum hennar á spítalanum.

Upprunaleg grein

 

Uppfært 

Sár stúlkunnar hafa gróið vel eins og sjá má á þessari nýju mynd af henni.

SHARE