Kveðjubréf manns sem lenti í Sandy – Mynd

Mike var staddur á heimili sínu á Green Island þegar kraftmikil alda tók með sér hluta af húsinu hans. Hann gekk út og lenti þá í stórri öldu sjálfur og barst hálfa mílu út í flóann. Hann eyddi fjórum klukkustundum í að synda heim aftur.

Mike kom að mannlausu húsi og braust inn í það og fann þar þurr handklæði á sófanum. Hann vafði þeim utan um sig og var svo þyrstur eftir að hafa fengið ofan í sig mikinn sjó. Það var eins og eigandi hússins hefði búist við einhverjum þarna því það voru ullarteppi allsstaðar og Mike vafði þeim utan um sig líka.

Hann fann penna í  myrkrinu og skrifaði bréf. Hann vildi bara láta föður sinn vita að hann hefði reynt sitt besta.

Eftir nokkra klukkutíma í myrkvuðu húsinu fór Mike aftur út en á götunum var 2 og hálfs metra djúpur sjór. Mike var samt heppinn og maður á bát kom og tók hann upp í bátinn sinn. Maðurinn, sem heitir Frank, fór með hann heim til sín og hitaði honum við gasofninn sinn og gaf honum heitt súkkulaði.

Mike var heppinn að lifa þetta af en það voru margir sem týndu lífi sínu þegar Sandy skók Austurströndina Bandaríkjanna.

 

Texti bréfsins:

Who ever reads this I’m DIEING — I’m 28 yrs old my name is Mike. I had to break in to your house. I took blankets off the couch. I have hypothermia. I didn’t take any thing. A wave thru me out of my house down the block. I don’t think I’m going to make it. The water outside is 10ft deep at least. There’s no res[c]ue.

Tell my dad I love him and I tryed get[t]ing out. His number is ###-###-#### his name is Tony. I hope u can read this I’m in the dark. I took a black jacket too. Goodbye. God all mighty help me.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here