Barnavöruverslunin Þumalína hefur opnað aftur með nýjum eigendum!

Verslunin heitir Þumalína, og fetar í fótspor víðfrægu verslunarinnar, sem Hulda Jensdóttir, fyrrverandi yfirljósmóðir á Fæðingaheimili Reykjavíkur stofnaði árið 1976. Hér var um að ræða sérhæfða verslun fyrir vörur sem nýtast á meðgöngu, brjóstagjafatímabili og fyrir ungbarnið, og var hún lengi ein sinnar tegundar hér á Íslandi. Hulda var brautryðjandi á mörgum sviðum og kynnti meðal annars lífrænar snyrtivörur fyrir landanum og hélt taubleiunum til streitu, þegar einnota voru taldar hentugastar.
Eftir eigandaskipti 2007 var búðinni síðan lokað í kreppunni snemma árs 2009, en vefverslunin með sama nafni 2010.

Núverandi eigendum langaði að taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið fyrir þremur árum og setja á fót barnavöruverslun með -nánast- öllu, sem verðandi fjölskyldur vantar – á meðgöngu, á brjóstagjafatímabilinu og fyrir ungabarnið til um það bil þriggja ára aldurs. Sérstök áhersla mun verða lögð á íslenskt handverk, gæðalegar barnavörur og umhverfisvæna, margnota hluti.

Búðin er líka huggulegur griðastaður fyrir foreldra, sófar og heitir drykkir skapa viðkunnanlega umgjörð fyrir mæðrahópa til að hittast.Verslunin Þumalína er samvinnuverkefni nokkurra vefverslanna til að mæta bæði þörfum verslananna um samastað ásamt þörfum kúnnana til að koma og skoða. Verslanirnar eiga það allar sameiginlegt að vera með markhópinn mæður og börn. Þær selja einnig allar vörur sem flokka mætti sem umhverfisverndarmiðaðar svo sem taubleiur, taubindi, tíðabikara, íslenska hönnun og vörur sem innihalda engin skaðleg efni.

Megintilgangur starfseminnar er að mæta ákallandi þörfum viðskiptavinana um að fá að skoða, snerta og máta ásamt því að vefverslanirnar geti veitt hvor annari stuðning og að gefa handverkskonum vettvang til þess að koma vörunni sinn á framfæri.

Vörur frá hátt í 40 vefverslunum er að finna í búðinni núna.

Smelltu hér til að fá að vita meira

SHARE