Þeir Knútur H. Ólafsson, Arnór E. Kristjánsson og Heimir S. Sveinsson kalla sig Flying Bus og hafa þeir verið að gera grínsketsa. Þeir leika, taka upp, klippa og skrifa handritin og flesta sketsana hafa þeir gert fyrir skólann sinn og hafa haft mikið gaman að.
Þessi skets heitir „Öfugmæli“ og fjallar einfaldlega um það hvernig heimurinn væri ef karlmenn hegðuðu sér eins og konurnar í samböndum og öfugt.