Feðradagurinn nálgast!

Feðradagurinn er haldin hátíðlegur annan sunnudag í nóvember á hverju ári en hann hefur verið haldinn frá því í nóvember 2006.
Ég hef mjög gaman að öllum siðum og reyni að halda í þá á einhvern hátt.
Í tilefni af feðradeginum ákvað ég að útbúa fallega skrappbók fyrir minn barnsföður með myndum af syni okkar frá honum. Hann fékk hana snemma svo ég gat sýnt ykkur áður en dagurinn rennur upp og vonandi næ ég að fá einhverja til að setjast niður og föndra!

Mig langar til þess að sýna ykkur útkomuna þó svo að myndirnar séu ekki eins skýrar og ég vonaði, var ekki búin að skoða þær í myndavélinni áður en ég sendi bókina en einnig sjást ,,fítusarnir” á 3D sjást ekki nógu vel.
Ég keypti venjulega brúna bók með svörtum blaðsíðum en hún fæst í A4 ásamt nokkrum bakgrunnum.
Til þess að gera upphleypt í bókina eru notaðir litlir lím koddar sem eru settir undir myndina en eða stafi en svo þarf lím og þess háttar sem er oftast til á heimilum.
Um að gera að taka allt fram sem þið eigið, tölur, gamla smápeninga, glimmer og allt sem ykkur mögulega dettur í hug!
Ég var svo heppin að eiga frænku sem á risa safn af skrapp dóti!

Ég setti ekki bakgrunn á forsíðuna.
Límdi myndina á, ásamt því að líma grænan borða á hornin á myndinni, blómin eru tilbúin en allskonar litlir pinnar eru til sem settir eru í miðjuna á blómunum.
Brúna hjartað er svamp karton sem ég klippi út og lími á.
Nafnið eru tilbúnir stafir en hægt er að fá allavegana fallega stafi í helstu föndurbúðum.

Þegar bókin er opnuð skrifaði ég ljóð inní bókina ásamt því að ég setti blóm.
Ljóðið hljómar svona:
Hann stendur mér hjá þegar illa liggur við
Hann víkur ekki frá minni hlið
Nema sé þess viss að allt sé í lagi
Fer þá að vesenast í málastússi af ýmsu tagi

Hann sýnir mér svo mikla ást
Hann vill aldrei sjá neinn þjást
Hann er minn klettur og hann er mín trú
Hann er minn besti pabbi staðreyndin er sú!

 Límdi bakgrunn á síðurnar, ásamt því að setja nokkur blóm sem gefa þá 3D í blaðsíðuna en stafirnir eru einnig upphleyptir, undir þá límdi ég koddana.

Bakgrunnur límdur á ásamt myndum, fótboltalímmiðar og gula blómið límt á en stafina gerði ég með skapalón, setti undir þá kodda svo þeir koma ofar en myndirnar.
Gull net límt sem ég nældi blóm í.

Bakgrunnur límdur á ásamt myndirnar. Myndin með græna rammanum er ofar en hinar en undir ramman límdi ég kodda undir.
Til þess að búa til ramman reif ég úr grænu blaði svo það er pínu ,,röff”’ sem mér finnst koma vel út.
Blómin eru svo gerð eins og hér að ofan, miðja sett í og límd á. Stafirnir ,,ÁST” átti ég tilbúna sem eru límdir á síðuna.


 Þessi er frekar einföld og gerð eins og hér að ofan, bakrgunnur límdur á, stafirnir gerðir með skapalón og gerðir upphleyptir, blómin og hjörtun eru svo sett á blaðsíðuna.

Bakgrunnur klipptur út og límdur á og svo blómin hægra neðst og á vinstri síðunni neðst. Blár borði settur utan um mynd á vinstri síðu ásamt bláum stein.
Stafirnir eru tilbúnir og setti ég stolt sem mér fannst fallegt. Á efri myndinni eru allir að hittast í fyrsta skipti á þeirri neðri erum við að skíra.

Bakgrunnur límdur á hálfa aðra síðuna svo eru tvær myndir settar ofan á og streytt með tölum í horninu. Á hægri síðunni er myndin uppi sett fyrst en þessu á rammanum er með koddum undir svo hún er upphleypt. Setti svo steina í hornið.


Þessi er mjög einföld, enginn barkgrunnur nema ég klippti út hvítt blað sem ég setti á miðja hægri síðuna og svo myndina ofan á ásamt blómum.
Á vinstri síðunni er myndin límt á og blómin ofan á hana í tveimur hornum.

Ég elska persónulegar gjafir en þær gerast ekki mikið persónulegri en þetta, það er hugurinn sem skiptir máli þegar leitað er eftir gjöfum. Eins er mjög fallegt að gefa mynd í ramma og skrifa fallegan texta aftan á hann og fullt fullt af öðrum fallegum hugmyndum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here