Það vefst fyrir sumum þegar að kemur að pakka inn öllum jólagjöfunum sem er búið að hafa mikið fyrir að eltast við útum allan bæ. Á sumum heimilum fara allir pakkar eins út vina og vandamanna, en aðrir hafa kannski þema fyrir hverja fjölskyldu út af fyrir sig, t.d. fjölskyldumyndir á pökkum. Hérna eru nokkrar hugmyndir og sumar þeirra svo alls ekki flóknar.
Þetta er ótrúlega falleg aðferð til að leika sér með böndin og fletta þau saman í ólíkum stærðum og litum.
Hér er gæti verið pakkað inn í fallegum litum og setja svo blúndu yfir allan pakkann, glæsilegt.
Hérna fá gömlu dagblöðin að njóta sín með kökublúndum.
Maskínupappírinn í aðalhlutverki á þessum jólapakka.
Gæti ekki verið jólalegri þessi pakki. Hvíti, rauði og græni liturinn minnir okkur sannarlega á jólin.
Fallegt.
Gjafabox með fallegri slaufu, klassískt.
Þessir eru hreint æði, hvort sem eru jól eða annar fagnaður.
Bráðsniðug hugmynd að setja myndir á pakkann. gerir jólapakkann persónulegri.
Gömlu góðu bréfpokarnir í fleiri útfærslum.