Vantar þig verkefni í snjónum? – sjáðu hvað þetta par gerði.

Daniel Gray sem býr á Nýja-Sjálandi fór ásamt kærustu sinni Kathleen Starrie til Kanada að heimsækja fjölskyldu hennar. Þar fann hann skemmtilegt verkefni til að verja hluta af heimsókn hans við þennan kalda desember.

Með aðstoð kærustunnar og fjölskyldu byggði hann einstakan hlut í barkgarði heimilis þeirra.

“Ég vildi halda honum uppteknum og ekki endilega bara með dóttur minni, heldur við eitthvað allt annað”, segir tengdamamman tilvonandi Brigid Burton hlægjandi.  “Ég vildi ekki að Daniel sæti með hendur í skauti meðan á heimsókn hans stæði, þannig að ég vissi að ég yrði að finna eitthvað bitastætt fyrir hann að gera”.

Og smíðin hófst. Parið með aðstoð frá foreldrum Kathleen og einstaka hjálpsömum nágranna eyddi fimm dögum í að skapa það sem að þú sérð í meðfylgjandi myndasafni.

Daniel segir að hann sé mjög ánægður með smíðina, en er jafnframt feginn að henni er lokið.
“Þetta var hellings vinna, en skemmtileg”, segir hann. “Það er búið að grínast með að ég verði að sofa þarna úti, en ég held að það sé ekki að fara að gerast í alvörunni”.

SHARE