Henni hefur tekist það aftur. Miley Cyrus nær enn einu sinni að hneyksla heimsbyggðina með því að twerka. Í þetta sinn var það á jólaballi KIIS FM og var það engin annar en Jólasveinninn sem tók þátt í gjörningnum með stjörnunni.
Áður hefur Miley twerkað með dvergvöxnum dansara og það hafa eflaust allir notendur internetsins séð VMA atriði söngkonunar ungu þar sem hún twerkaði þétt upp við söngvarann Robin Thicke.
Það ætti ekki að koma okkur lengur á óvart að Miley twerki en engu að síður ætlar allt um koll að keyra, sérstaklega vegna þáttöku jólasveinsins í atriðinu.