Gisele gefur brjóst í vinnunni – Myndir

Hvað gera ofurfyrirsæturnar þegar þær eru þreyttar eftir flug, 3 tíma svefn og þurfa að sinna litlum krílum sem þurfa athygli og það allt áður en þær þurfa að sinna vinnunni? Þær vibba bara út öðru brjóstinu og slaka á, á meðan krílið fær sopan sinn og bjútíteimið þeirra sér til þess að þreytan, svefnleysið og móðurhlutverkið sjáist ekki utan á þeim. Eða það gerir allavega vinkona okkar hún Gisele Bündchen.

giselle

Þessa mynd birti fyrirsætan fagra á Instagram síðunni sinni og þakkaði þeim sem aðstoðuðu hana við að breyta henni úr þreyttu mömmunni í ofurmódelið kærlega fyrir aðstoðina.

Með myndbirtingunni fetar Gisele í fótspor Miranda Kerr en Miranda var dugleg að birta myndir af sér og syninum á meðan hann fékk sopann sinn.

Miranda and Baby

SHARE