5 hlutir sem öll pör ættu að eiga

Hér eru nokkrir hlutir sem mér finnst nauðsynlegt fyrir öll pör að eiga í náttborðinu til að fá smá tilbreytingu í kynlífið af og til.

1. Egg

Egg getur gert kraftaverk og þá sérstaklega fyrir þær konur sem eiga erfitt með að fá fullnægingu. Það er oft talað um að ef þú ætlar að eiga eitthvað kynlífstæki þá er það egg. Egg er hannað til að örva snípinn eða utanverð kynfærin. Það sem þú skalt hafa í huga þegar þú velur þér egg er hvernig það er í laginu. Hvort það henti vel í kynlífið og að það sé nægilega kraftmikið fyrir þig. Konur þurfa mismikla örvun, sumar vilja mikinn kraft og aðrar lítinn kraft.

2. Sleipiefni

Ég hafði ekki hugmynd hvað sleipiefni gæti gert magnaða hluti fyrir til dæmis forleikinn. Sleipiefni er ekki bara fyrir gamlar konur eins og ég hélt.

Það sem sleipiefni gerir er að það verður allt meira „smooth“ svo að þægilegra er að láta snerta viðkvæma staði eins og snípinn. Margar konur tala líka um að þær nái að slaka betur á þegar þær nota sleipiefni og þar að leiðandi eiga þær auðveldara með að njóta kynlífsins og fá fullnægingu. Ég mæli með „water based Lube“ það má nota með öllum kynlífstækjum og er auðvelt að þrífa af.

3. Nuddolía

Getur verið gott að eiga góða nuddolíu eða krem. Ég nota sjálf mikið kókosolíuna góðu, kosturinn við hana er að hún harðnar inn á milli svo það er enginn hætta á að það leki út um allt í skúffunni. Hún er líka töluvert ódýrari en venjulega nuddolíur.  Gott nudd er góð byrjun á einhverju sem endar en þá betur.

4. Örvandi krem 

Það er eitthvað sem er gaman að prufa og eiga í skúffunni við góð tilefni. Það eru til mörg mismunandi krem á markaðnum. Kremið sem ég þekki og mæli með heitir „Volt“ og er til í 3 styrkleikum 6, 9, 12 volt. Kremið, eða serum eins og þeir kalla þetta er hannað til að auka blóðflæðið til snípsins. Fyrir sumar konur flýtir þetta fyrir fullnægingunni en fyrir aðrar dýpkar þetta fullnæginguna og lætur hana endast lengur.

5. Sexý undirföt

Allar konur ættu að eiga allavegana eitt sett af flottum undirfötum. Háir sokkar og blúnda er eitthvað sem fæstir karmenn geta staðist. Svo ef þú ert að leita af einhverju til að gleðja maka þinn þá er það klárlega eitthvað sem er vert að prufa. Það kemur líka skemmtilega á óvart hvað það gefur kynlífinu auka ástríðu að skella sér í falleg undirföt.

Ást og friður

Gerður Huld

SHARE