Ætlar þú að kíkja út á lífið um helgina ? ég fæ reglulega til mín stelpur sem eru á leið á einhvern viðburð, hvort sem það er afmæli,brúðkaup,skírn eða bara partý. Það er alltaf gaman að breyta út frá vananum & það er oft þannig að stelpurnar sem koma til mín eru ekki vanar að setja á sig augnskugga og þessháttar & eru vanalega bara með þetta basic dæmi, maskara,meik/púður & eyeliner. Vinkona mín & nafna mín kom til mín síðustu helgi, hún var að fara í afmæli og hana langaði að breyta aðeins út frá vananum & fá kvöldförðun. Hér fyrir neðan er það sem ég notaði á hana.
ATH! ég tek fram hvaða liti ég notaði en þú getur notað liti frá hvaða merki sem er, þetta eru bara þeir litir sem ég notaði í akkurat þessa förðun. Getur tekið liti frá öðru merki í svipuðum litum ef þú villt.
– Paint pot! er ómissandi í förðunina að mínu mati. Á augnlokið notaði ég paint pot sem heitir “painterly” og er húðlitað og fallegt, á augnbeinið (highlight) notaði ég “bare study” sem er ljóst með glansáferð. Painterly nota ég vegna þess að það er frábær grunnur fyrir augnskuggana sem koma næst, bare study er svo aftur fallegt bara eitt og sér.
– Ég setti svo augnskugga sem heitir retrospeck frá mac (basicly bara ljósbrúnn litur, þarf ekki að vera sá sami) í skyggingu, ég blanda honum vel og fer í V-ið v laga form yst á augnloki
– Næst nota ég svo charcoal brown frá mac í skyggingu á augnlok sem fer einnig í V-ið & set sama lit undir augnháralínuna og blanda þeim vel. Það er ótrúlega mikilvægt að blanda alltaf litina!
– Ég set svo ljósan (má vera hvítur þess vegna) shimmer augnskugga í augnkróka, mér finnst það ramma augun inn.
– Næst blanda ég litina á augnlokinu vel með ljósbrúnum augnskugga með gylltum tónum, set hann í raun á mitt augnlokið og læt hann tengjast brúna litnum í skyggingunni.
– Svo kemur eyeliner-inn en ég notaði fluidline frá MAC, hann er gelkenndur og því auðvelt að móta hann, ég læt eyelinerinn svo alltaf koma örlítið út fyrir augnlok þannig það myndi smá “cateye” svo er gott að smella eyeliner í táralínuna
– Næst notaði ég maskara frá Maybellinne, mér finnst þeir æðislegir og ég mæli eindregið með þeim, þeir kosta ekki fótlegg & eru ótrúlega góðir.
HÚÐIN.
Er ótrúlega mikilvæg og eitthvað sem ég legg mig alltaf fram í að gera rosalega vel.
Ég geri húðina alltaf eftir á þegar ég er að gera smokey eða kvöldförðun, finnst það mun þægilegra og minna vesen ef það kurlast úr augnskugganum undir augun á meðan þú ert að fínísera augnlokin.
Ég mun skrifa um hvernig ég geri húðina í næsta pistli.