Daim sörur – Dásamlega góðar – Uppskrift

Sörur eru partur af jólabakstrinum á fjölmörgum heimilum og hér er frábær uppskrift af Sörum með Daim-kurli.

Daim Sörur

2 stk eggjahvítur
2 dl sykur
1/4 tsk lyftiduft
50 gr fínkurlað Daim

Krem:

2 stk eggjarauður
2 msk síróp
100 gr lint smjör
30 gr fínkurlað Daim
1/2 msk kakó

Hjúpur:

200 gr rjómasúkkulaði

Botn:

Eggjahvítur stífþeyttar. Sykur settur út í og hrært vel. Daim og lyftiduft hrært varlega saman við með sleif. Sett á bökunarpappír á plötu með teskeið. Bakað við 160°C í 8-10 mín.

Krem:

Eggjarauður og síróp hrært vel saman. Smjörið er linað og hrært saman við og að lokum Daim og kakó. Sett á hverja köku og sett í frysti (ég set þær bara í kæli).

Hjúpur:

Brætt í vatnsbaði og kökurnar hjúpaðar og setta svo í frysti.

SHARE