Shannon er með bloggsíðuna Game of Diapers, sem hún byrjaði með þegar hún var í fæðingarorlofi með tvíburana sína. Þar skrifaði hún allar hugrenningar sínar og einnig birti hún myndir af maganum sínum eins og hann leit út 11 mánuðum eftir að hún eignaðist tvíburana.
Shannon þyngdist um 23 kg á meðgöngunni en hún segist alveg hafa vitað að þessi kíló fjúka ekki öll af um leið og hún var búin að eiga, en hún á eitt barn fyrir.
Hún skrifaði færslu um þetta á bloggi sínu og birti myndir af maganum sínum: „Eins furðulega og maginn minn lítur út þá elska ég hann, því hann var fyrsta „heimili“ barnanna minna og ég myndi ekki vilja breyta því,“ segir Shannon.