Í dag, 20. desember, ætlum við, í samstarfi við fataverslunina Kroll, að gefa fallegt „ponsjó“. Kroll er á Laugavegi 49 og var verslunin stofnuð af Önnu Lindu fyrir um 4 árum síðan: „Ég hef alltaf verið veik fyrir skóm og fannst mér vanta áþreifanlega kvenfatabúð með gott úrval af kvenmannsskóm og klassískum konufötum og umfram allt verslun með góðri og persónulegri þjónustu“ segir Anna Linda í samtali við Hún.is
Anna Linda starfar ekki bara við það að selja fatnað og skó en hún á líka Vatn & Veitur ehf sem sérhæfir sig í sölu á vatnsveitu og pípulagningaefni til sveitarfélaga og pípulagningamanna. „Þar er ég framkvæmdastjóri. Ég er á heimavelli þar, þar sem ég hef starfað í pípulagnageiranum í ein 15 ár. Að reka fataverslun og pípulagnaverslun er tvennt ólíkt enn bæði skemmtilegt og fjölbreytt.“ segir þessi fjölhæfa kona.
Svala Ægisdóttir er verslunarstjóri í Kroll. Fötin í Kroll eru frá Ítalíu, Danmörku og Frakklandi. Skórnir eru frá Ítalíu. Þá er Kroll einnig með skó frá Vagabond, Wrangler gallabuxnamerkið og danska merkið Masai.
Ef þig langar í þetta stórglæsilega „ponsjó“ þá er það eina sem þú þarft að gera, er að smella „like“ á Facebook-síðu Kroll og skrifa „já takk“ hér fyrir neðan.