Yndislega bragðgóður eftirréttur á jólaborðið – Uppskrift

Créme brulée er ótrúlega góður eftirréttur sem ekki er of flókið að gera.

Créme brulée

Fyrir 6

400 ml rjómi
6 eggjarauður
75 g sykur
hrásykur

Það er mjög gott að nota eina vanillustöng til að bragðbæta en þá er hún klofin í tvennt og skafið innan úr henni og sett út í pottinn með rjómanum.

Öðrum finnst gott að nota kanil en þá seturðu eina tsk af kanil út í pottinn með rjómanum.

Aðferð:
Hitið ofninn í 150°C. Setjið rjómann í pott og hitið að suðu en látið hann ekki sjóða. Setjið eggjarauður og sykur í skál og þeytið mjög vel, þar til blandan er létt og ljós. Fleytið þá sjóðheitum rjómanum smátt og smátt saman við. Raðið 6 litlum formum í eldfast fat eða djúpa ofnskúffu. Skiptið blöndunni jafnt í formin, hellið sjóðandi vatni í ytra formið, svo miklu að það nái upp á miðjar hliðar litlu formanna, og bakið í miðjum ofni í 40-45 mínútur, eða þar til blandan hefur stífnað en dúar samt enn svolítið. Takið formin þá út og látið kólna og setjið þau síðan í kæli í nokkrar klukkustundir. Takið formin úr kæli nokkru áður en bera á réttinn fram. Stráið u.þ.b. 2 tsk. af hrásykri yfir hvern búðing. Gott er að bleyta yfirborðið örlítið fyrst með vatni, t.d. pensla það eða úða með úðabrúsa, þá leysist sykurinn betur upp. Notið lítinn gasbrennara til að bræða sykurinn og karamellumetta hann. Hreyfið logann fram og aftur svo að karamellan brenni ekki um of. Látið bíða nokkra stund áður en rétturinn er borinn fram.

 

SHARE