Lét gera á sig álfaeyru – Er með Lord of the Rings á heilanum – Myndband

Þessi kona heitir Melynda Moon og greiddi fyrir það nýlega að láta breyta eyrum sínum í álfaeyru svo hún líkist álfi. Hún er með mikið dálæti á The Lord Of the Rings og fór út í þessar breytingar vegna þess.

 

Aðgerðin tók aðeins tvær klukkustundir og kostaði Melynda aðeins um 50 þúsund krónur svo henni fannst þetta það eina rétta: „Ég hef alltaf verið mjög tengd náttúrunni og mér finnst álfaeyru svo falleg. Álfafatnaðurinn finnst mér líka svo glæsilegur,“ segir þessi kanadíska kona. „Þegar ég komst að því að ég gæti látið gera eyrun mín svona þá fannst mér það vera það réttasta sem ég hef gert í lífinu. Ég mun aldrei verða „manneskja“ aftur, mig vantar núna bara glimmerið og vængi til þess að fljúga,“ segir Melynda sem lítur á sig sem alvöru álf.

 

SHARE