Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir rauðum Toyota RAV4 bifreið með skráningarnúmerið DX-584 en bílnum var stolið við Select, Vesturlandsvegi í Reykjavík, í gærkvöld, en tilkynnt var málið til lögreglu kl. 23.37.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar.
Samskonar bíll og leitað er að