Var eins og feitur bóndi á fermingardaginn – Tekinn fyrir of hægan akstur

Það er í nógu að snúast hjá Davíð Berndsen þessa dagana í tónlistinni. Hann vann í 3 ár á bensínstöð og segir að það hafi haft áhrif á skeggvöxtinn sinn. Davíð er í Yfirheyrslunni að þessu sinni.
Fullt nafn: Davíð Berndsen
Aldur: 27 ára
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Atvinna: Tónlistarmaður

Hver var fyrsta atvinna þín?
Fékk vinnu á Esso Bensínstöð þegar ég var 16-17 ára og vann þar í 3 ár. Fólk spyr mig oft út í skeggið mitt, hvernig stendur á því að það sé svona flott og ég held það sé tengt bensíngufunum sem voru í kringum mig, setti meira segja stundum lika smá bensín í skeggið á mér svo það myndi vaxa hraðar.
Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?
Ætli það hafi ekki verið þegar ég fermdist, þá var ég klæddur í of stóran íslenskan þjóðbúning sem mér leið ekkert sérstaklega vel í á þeim tima, var eins og feitur bóndi.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?
Já ætli það ekki

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
Ég bið oftast bara um eitthvað þegar ég fer í klippingu þannig get ekki verið ósáttur út í klipparann en jújú það hefur komið fyrir. Núna klippir kærastan mín mig barasta, það er best.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Nei er það ekki soldið skrýtið?

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Þegar ég spilaði á Sjallanum á Akureyri og það var bókstaflega enginn og barþjóninn spurði mig hvort við værum ekki að vera búnir? Eftir held ég
3-4 lög.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
www.berndsen.is

Seinasta sms sem þú fékkst?
Er backstage í herberginu uppi – Þórunn Antonía.

Hundur eða köttur?
Hundur!

Ertu ástfangin/n?
Ó já

Hefurðu brotið lög?
Já var tekinn af löggunni fyrir að keyra of hægt fyrir 3 árum, var á 50km hraða á 60km götu. Er þokkalegur low rider mætti segja.

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Já auðvitað ekki annað hægt.

Hefurðu stolið einhverju?
Stal einu sinni kinder eggi úr sjoppu og vá ég fékk svo mikið samviskubit að ég fór í sjoppuna nokkrum dögum seinna og sagðist hafa tekið það
og borgaði fyrir eggið.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?

Myndi ekki breyta neinu!Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Í Hrísey með konunni minni og nokkur börn og með lítið stúdíó að dúlla mér í músíkinni.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here