Ef þú ert ein/n af þeim sem notar mikið varasalva, hvort sem þú í raun ert með varaþurrk eða ekki, hefurðu örugglega fengið athugasemdir eins og „Ef þú notar svona mikið varasalva þá færðu krónískan varaþurrk og getur ekki hætt að nota hann“
Þetta er ekki rétt. samkvæmt tískusíðunni Blush, en þar er vitnað í Dr. Elizabeth Tanzi en hún segir að varir þínar verði ekki „háðar“ varasalva heldur sé þetta allt í höfðinu á manni. Þ.e.a.s. ef þú venur þig á að vera með smurðan varasalva á vörunum og vera aldrei með þurrar varir þá venstu því og getur orðið háður því.
Ég þarf semsagt ekki að hætta að vera með varasalva í töskunni minni, í bílnum, í stofunni, á baðherberginu og við rúmstokkinn.
JÚHÚ!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.