Ég var svo heppinn í vikunni að hún Berglind kom til mín með sítt og úr sér vaxið hárið og langaði í breytingu.
Fyrsta sem mér datt í hug var stytta hárið með smá Jennifer Lawrence ívafi því hún er algjörlega flottust þessa dagana. Til að fá mikla mótunarmöguleika og meiri lyftingu í hárið á Berglindi sem er frekar flatt að ofan þegar það er svona sítt.
Semí stutt í hliðum og héldum smá lengd að ofan. Ákvàðum að sleppa að lita það þvi gömlu strípurnar komu svo flott út í nýja hárinu, semí Ombre fílingur.
Algjörlega mega sexy
Ótrúlega stoltur af Berglindi að treysta mér að ráða nýja 2014 hátískuklippingunni.
Hárkveðjur Elvar Logi.