Þessar myndir eru teknar af reddit.com og sá sem tók myndirnar sjálfar kallar sig feathers89. Myndirnar eru af yfirgefnum geðspítala í Suður Kóreu en spítalinn hét Gonijam. Á spítalanum er sagt að sé brjálæðislega mikill draugagangur og jafnvel þó þú trúir ekki á drauga muntu fá hroll af þessum myndum.
Geðspítalinn var yfirgefinn á miðjum tíunda áratug síðustu aldar og hefur staðið auður síðan. Margir forvitnir aðilar hafa samt stolist inn í bygginguna til að skoða þessa vægast sagt athyglisverðu byggingu.
Það er ekki lengra síðan en árið 1995 sem þessi spítali var fullur af sjúklingum, læknum og hjúkrunarfræðingum
Sagan segir að eigandi spítalans hafi stundað það að pynta sjúklingana og kom frekar fram við þá sem fanga en sjúklinga
Geðspítalanum var lokað árið 1996 þegar aðstandendur sjúklinga voru farnir að tilkynna um það að sjúklingarnir voru að týna tölunni einn af öðrum, án nokkurra skýringa. Eigandi spítalans flúði, samkvæmt sögunni, til Ameríku
Spítalinn var yfirgefinn og allt skilið eftir. Húsgögn, tæki og skýrslur um sjúklinga.
Það þarf ekki að vera að þú trúir þessari sögu en sú saga sem hefur líka gengið um er að spítalanum hafi verið lokað því hann stóðst ekki kröfur heilbrigðisstofnunar.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.