Nammidagar – hvað skal velja
Það er auðvelt að snúa hitaeiningafjöldanum sínum á hausinn með því að velja ekki vel. Spurningin er hvort þú vilt meira eða minna af góðgæti fyrir sama hitaeiningafjölda?
Hér eru nokkur dæmi og nú getið þið valið fyrir næsta laugardag.
VILT ÞÚ LÍTIÐ MAGN EÐA MIKIÐ MAGN?
25 stk súkkulaðirúsínur og 5-9 stk fer eftir stærð stykkjana, (50g bland í poka nammi) = 125 + 200 kcal = 325
Á móti
1 HEILL popp poki frá Papitas & 330gr vatnsmelóna = 245 + 99kcal = 344 kcal
SNAKK EÐA POPP?
Um 28gr af snakki (sirka 15-25 stk fer eftir stærð og tegund) innihalda um 140-180 kcal flestar tegundir.
Sama magn 28gr af poppi inniheldur 91 kcal, ég get lofa þér því að þú færð meira en 15 stk af poppkorni.
RJÓMAÍS EÐA SORBET ÍS?
Sorbet ís inniheldur sykur í en er nánast alveg fitulaus, rjómaísinn gæti innihaldið minni sykur en inniheldur frekar hátt fitumagn.
Spurningin er, hvor er betra val?
Sorbet ísinn inniheldur færri hitaeiningar vegna þess að það eru 4kcal í hverju grammi af sykri, en 9kcal í hverju grammi af fitu.
Þá er auðvelt að hugsa með sér, Sorbet er klárlega málið! EN … af hvorum ísnum yrðiru fyrr sátt/ur?
Ég get sagt ykkur mina reynslu, og hún er klárlega sú að ég get skóflað ofan í mig hálfum liter af sorbet án þess að taka eftir því, en rjómaísinn fyllir mig mjög fljótt.
Hitaeiningamismunurinn 80kcal í sorbet á móti 140-150kcal í rjómaís er ekki svo mikill að það þurfi endilega að velja sorbet yfir rjómaís, nema ykkur finnist hann einfaldlega betri!
HNETUBARINN EÐA NAMMIBARINN?
Þú færð sirka 33 stk (um 40gr) af blönduðum hnetum fyrir 170 kcal.
Ef þú velur bara kashew hnetur (40gr) værirðu að líta á 210kcal
Þú færð sirka 5-9 stk (fer eftir stærð stykkjana) af nammi (50g) fyrir 200 kcal.
Nú getur þú valið sjálf/ur, hafið endilega í huga líka að líkaminn nýtir næringarefnin úr hnetunum, jafnvel þótt þið veljið að slumpa smá á þetta og taka súkkulaði húðaða nammið úr hnetubarnum.
Ekki sé ég mikið af næringarefnum í bland í poka namminu.
GLEÐILEGA NAMMIDAGA !