Pantone valdi Radiant Orchid lit ársins 2014 og því megum við búast við að sjá fjólublá/bleikan mjög víða út árið. Í fyrra var liturinn smaragðsgrænn, en hann var einmitt mjög áberandi. En hvernig er best að koma þessum lit að.
1. Litaðu hárið
Ef Anna Wintour, ritsjóri Vogue gerir það þá hlýtur það að vera í lagi!
2. Litaðu varirnar
Stórglæsilegur litur á varir. Það má velja hvort maður fer meira út í bleikt eða blátt en útkoman er ótrúlega töff.
3. Augnskuggi
Þessi fjólublái litur dregur fram alla augnliti!
4. Skór
Ef þú ert í flottum skóm geturðu nánast verið í ruslapoka við.
5. Skelltu þér í kjól
Allar tískumeðvitaðar stúlkur þurfa að eiga einn kjól í tískulit ársins.
6. Sem yfirhöfn
Kápa eða jakki gefur skýr skilaboð um að þér sé tískan hjartans mál. Svo er þetta svo upplífgandi litur!
6. Naglalakkaðu þig
Ef þetta er allt óþarflega mikið og litasjúkt má alltaf fara bara öruggu leiðina og smella litnum á neglurnar. Ef þú ert MJÖG efins má láta táneglurnar duga!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.