Ég var svo heppin að fá að fara á sýningu Mið-Íslands í Þjóðleikhúskjallaranum, nú fyrir skemmstu. Ég var með nokkra vini með mér og þvílíkt fjör!
Ég hef áður farið á sýningar hjá þeim og ég hef alltaf skemmt mér mjög vel, en það má alveg segja að strákarnir verði betri með hverju árinu. Þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð eru allir með sinn húmor og eru mjög ólíkir grínistar en á sama tíma allir mjög skemmtilegir og frumlegir. Þeir voru með ógrynni af nýju gríni og tóku fyrir til dæmis barnauppeldi, kynlíf, fyrirmyndir og fleira.
Dásamleg sýning og hverrar krónu virði að fá að hlæja stanslaust í 2 klukkustundir.
Miðar eru svo seldir á midi.is
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.