18 ára og búin að læra söng í 7 ár – Myndband

Alexandra Nicole Frick er 18 ára stúlka frá Reykjavík. „Ég er fædd á Flórída en flutti heim þegar ég var 5 ára og er alin upp í Grafarvogi. Mamma mín er íslensk en pabbi er bandarískur,“ segir Alexandra.

Hún er búin að læra söng í 7 ár og segist hafa verið að syngja frá því hún man eftir sér. Hún stefnir svo á að fara í förðunarnám og naglanám í haust og ætlar svo til Los Angeles eða New York þegar hún verður eldri í söng- og leiklistarnám og jafnvel meira nám í förðun.

Hér syngur Alexandra My Heart Will Go On sem Celine Dion gerði ódauðlegt, úr myndinni Titanic.

SHARE