Hvað gera foreldar á kvöldin?

Það er misjafnt eins og fólk er flest hvað við kjósum okkur að gera á kvöldin, við sem erum foreldrar höfum gjarnan eina tímann á kvöldin fyrir okkur sjálf til þess að gera eitthvað sem við höfum gaman af. Hinsvegar enda kvöldin oft eins og verður því miður ekkert úr þeim.
Sumir foreldrar þurfa að læra eða undirbúa sig fyrir vinnu á kvöldin og hafa því engan tíma en fyrir þá sem hafa kvöldin laus þá er ég með nokkrar uppástungur til að eiga notaleg kvöld heima.

Bjóða vinkonum í heimsókn
Fyrir foreldra sem eru þá jafnvel ekki í vinnu eða skóla og enn í fæðingaorlofi þá er alveg nauðsynlegt að hitta fullorðið fólk og tala fullorðinsmál samhliða uppeldisstarfinu.
Einstæðir foreldrar kannast gjarnan við þetta og finna fyrir einmannaleika á kvöldin.
Fáðu vinkonur þínar í heimsókn.
Hittingur með vinkonum þarf ekki að vera nein svakaleg fyrirhöfn, þú þarft ekki að baka köku eða útbúa veitingar enda er ekkert hollt við það að vera háma í sig á kvöldin.
Kaupa sódavatn eða annan drykk og skera niður ávexti eða setja hnetur eða þess háttar í skál er alveg nóg, notaleg tónlist og spjall. Vinkonur þurfa ekki að hittast í heimsókn í 4 klst en að droppa við í klst eða tvær er gott fyrir ykkur allar.

Dagur í viku í notalegheit fyrir þig sjálfa
Ég hef gert það að föstum lið að ég á notalegt kvöld með sjálfri mér einu sinni í viku en það er eftir daginn sem ég hef tekið allt í gegn og þrifið og skipt um á rúmum.
Um kvöldið er svo fót og handsnyrting, langt olíu bað eða heit og góð sturta, góð tónlist á, náttsloppur eða notaleg föt. Ég set svo góðan maska í hárið á mér sem og andlitið, plokka augabrúnirnar og í raun það sem mér dettur í hug til þess að hressa uppá mig.

Áhugamál heima fyrir
Mér finnst alger nauðsyn að eiga áhugamál heima hjá sér, eitthvað sem þú hefur gaman af því að gera og nýtur.
Ég hef mjög gaman af því að lesa góðar bækur, aðallega fræðslu eða ævisögur. Annars hafa uppeldisbækur gjarnan verið teknar upp, uppá síðkastið.
Hljóðfæri, ég á bæði hljómborð og gítar og finnst mjög notalegt að glamra á það á kvöldin.
Stundaðu áhugamál heima hjá þér, það getur verið föndur, prjóna, sauma, hljófæri, bækur og svo margt annað.

Með maka, nú eða reglulegum vin
Pör geta gert svo margt annað en að góna á sjónvarpið og kúra upp í sófa með nammi og gos.
Nudd kvöld eru það besta. Fara saman í sturtu og eftir það tekur við heilnudd en það tekur góðan part úr kvöldi þegar báðir aðilar nudda hvort annað. Yfirleitt endar nuddtíminn ekki með svefni 😉

Skipulag
Mér finnst skemmtilegt að skipuleggja og þá að skipuleggja allt milli himins og jarðar. Endurraða skápana þína, taka til í fötunum, búa til matarplan fyrir vikuna, breyta til á heimilinu eða gera enn fallegra hjá þér, það er að segja ef þú hefur gaman af því.
Dútl í sambandi við heimilið og lífið með góða tónlist á getur ekki klikkað. Ferð sátt í háttin og vaknar glöð með nýja skipulagið.

Láttu eitthvað verða úr kvöldinu þínu, facebook er skemmtilegt en ekkert til þess að njóta öll kvöld vikunnar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here