Vatn og eldur í svefnherberginu?
Lífið væri svo auðvelt ef við værum öll eins og ef við fíluðum öll það sama.
Karlar og konur eru eins ólík eins og það gerist þegar að kemur að kynlífi og er leikurinn gerður þannig að báðir aðilar spili með og læri reglur hvors annars.
Verkefni kvenna er töluvert auðveldara en karla.
Það fer ekkert á milli mála þegar að karlar verða spenntir og eru til í slaginn. Ég líki þeim oft við eld. Þegar það kviknar eldur þá er hann samstundis sjóðandi heitur og til í slaginn. Karlmenn verða æstir með augunum og þurfa oft ekki nema að sjá einhverja kynæsandi mynd og þá er komið bál.
Konur eru hinsvegar örlítið flóknari. Það sést ekki utan á konum þegar þær verða æstar og má líkja okkur meira við vatn. Það þarf svolítinn tíma til að hita það upp svo það sjóði. Við verðum æstar með eyrunum og því er mikilvægt að karlarnir noti réttu orðin til að koma okkur í stuð.
Fleiri hlutir sem koma sér vel þegar þú ætlar að hita makann þinn upp er sjálfstraust. Það sem við eigum öll sameiginlegt er að heillast af sjálfstrausti. Einstaklingur sem er öruggur með sig í svefnherberginu kveikir mun meira í hinum aðilanum bæði með því hvernig hann talar og svo hvernig hann snertir þig.
Því fyrr sem við áttum okkur á því að karlar og konur eru eins ólík og það getur verið því auðveldara verður þetta.
Gerður Arinbjarnar.
http://credit-n.ru/offers-zaim/creditplus-online-zaimi.html http://credit-n.ru/offers-zaim/denga-zaimy-nalichnimi.html