7 ráð fyrir lágvaxnar konur

Það getur verið snúið að klæða sig þegar maður er bara einn og hálfur á hæð, svo að tekið sé mark á manni í vinnunni eða maður drukkni ekki í of stórum fötum.

1. Finndu föt sem passa

Og ekki vera hrædd við að fara með þau til saumakonu. Það er allt í lagi að vera í stórri, hlýrri peysu en passaðu að fötin undir passi á þig. Annars gætirðu litið út eins og heimilislaus kona.

2. Því hærra, því betra

Háar buxur, há pils, háar stuttbuxur… Allt sem nær lengra upp á búkinn en vanalega hentar lágvöxnum konum vel, búkurinn virðist styttri og leggirnir lengri.

3. Styttu fötin þín

Og ekki vera feimin við það. Þú gætir hafa fundið hið fullkomna gallabuxnasnið, en buxurnar eru kannski bara til á hávaxnar konur. Ekki gefast upp – láttu stytta buxurnar!

4. Svart/hvítt er vinur þinn

Kannski ekki ölum stundum en svart/hvítt er klassísk blanda.

5. 1/3 reglan

Þetta þýðir bara að þú skalt forðast að skipta líkamanum í tvennt, heldur teygja hlutföllin (manstu… háar buxur!). Pils sem eru aðeins styttri en vanalega (ávísun á lengri leggi) eða kjólar sem ná aðeins niður fyrir hné osfrv.

6. Forðastu axlapúða eins og pestina

Axlapúðar eru að taka eitthvað kombakk, þrátt fyrir að þeir séu nú ekki jafn rosalegir og þeir voru hér í den þá er betra að fjarlægja þá. Fatnaður sem púðum gera ekkert fyrir lágvaxnar konur.

7. Farðu í gólfsíða kjóla og pils

Ótrúlega margar lágvaxnar konur eru óskiljanlega hræddar við þetta look af því þær eru hræddar um að þær minnki í gólfsíðu. Áherslan verður á heilstætt útlit, ekki hversu lágvaxin þú ert. Passaðu bara að velja þá ekki svo síða að þú hrasir um faldinn.

SHARE