Við höfum örugglega öll heyrt einhvern segja „karlmenn eru svo einfaldir“ en þetta er ein af algengustu „klisjum“ um karlmenn sem til er. Það er ekki þar með sagt að einfaldleiki sé eitthvað sem er slæmt, en við konur eigum það aftur á móti til að flækja lífið einum of.
Hér eru 10 dæmi um það hvernig karlmenn geta komið okkur á óvart með einfaldleika sínum:
1. Þegar maðurinn þinn segir „Ég vil bara aðeins fá að vera í friði“, þá er hann að meina það.
Ef konur segja karlmanni að láta sig vera þá vill hún, í flestum tilfellum að hann gangi á eftir henni og elti hana. Við konur gætum meira segja bara orðið fúlar ef hann kemur ekki á eftir okkur og tekið því sem algjöru afskiptaleysi að hans hálfu. Eins og segir hér fyrir ofan, meina karlmenn það ef þeir segjast vilja aðeins vera í friði. Ef hann biður um það, stígðu til hliðar og gefðu honum smá frið. Það er nákvæmlega það sem hann vill.
2. Þegar hann segir „Mér er alveg sama, þú mátt velja,“ þá er hann að meina það.
Dæmi um þetta er til að mynda ef þið eruð að reyna að velja veitingastað til að borða á. Kona gæti sagt, „Mér er alveg sama, þú mátt velja“ en verið í huganum, meðvitað eða ómeðvitað, að hugsa um einn ákveðinn stað sem hún vonar að hann nefni. Ef hann gerir það ekki, fer hún að koma með uppástungur og það sem átti að vera „hans val“ er orðið að „hennar vali“. Hljómar þetta kunnuglega?
3. Karlmenn hafa sínar venjur líka.
Ef það er eitthvað sem allar manneskjur eiga sameiginlegt, þá er það að skapa sér venjur og siði sem þær gera reglulega sem láta þeim líða vel og stöðugum í lífi sínu. Þetta gæti verið eitthvað eins og að horfa á fótbolta á sunnudögum, hlusta á tónlist í baði, syngja meðan hann eldar og svo framvegis. Honum líður vel með þetta og pör verða að virða venjur og siði hvors annars.
4. Þegar strákarnir hittast eru örugglega sagðir fullt af lélegum kynlífstengdum bröndurum, ropað og prumpað en það er eðlilegt.
Það má vera að okkur konum finnist ekki mikið til samræðna karlmanna koma, allavega ekki í samanburði við djúpu og innilegu samræðurnar sem við stelpurnar eigum, en hann þarf á þessum aðilum að halda í lífi sínu. Þér finnst kannski ýmislegt um vini hans, en svo lengi sem þeir sýna þér virðingu þá ættirðu ekki að gera mál úr því að hann eyði tíma með þeim eða hvernig þeir eyða þessum tíma saman.
5. Hann er ekkert svo hrifinn af þér og þú veist það.
Þegar þú ert hrifin af strák viltu tala oft við hann, vita allt um hann og eyða tíma með honum og svo framvegis. Það kemur kannski á óvart en það sama á við um hann. Hann vill það sama og þú ef hann er jafn hrifinn af þér og þú af honum. Hann mun senda þér skilaboð, hringja og spyrja þig um lífið þitt og það fer ekkert á milli mála að hann er hrifinn af þér.
6. Ef hann segir „Ég veit það ekki“, þá veit hann það ekki í alvöru.
Karlmenn (flestir) vilja hafa rétt fyrir sér í 99% tilvika og þess vegna eru þeir kannski svon þrjóskir (margir hverjir). Svo ef hann segir „Ég veit það ekki“ þá meinar hann það í raun og veru.
7. Þó hann muni ekki öll smáatriði sem þú segir honum, þýðir það ekki að hann elski þig ekki.
Við höfum örugglega allar lent í því að vera að segja maka okkar eitthvað merkilegt (að okkar mati) og þá sjáum við hvernig áhuginn minnkar hjá honum og hann er svona 90% hættur að hlusta. Þetta er bara eins á báða bóga. Hann segir stundum sögur sem við, sem konur, höfum ENGAN áhuga á og á meðan hann reynir allavega að hlusta, þá getum við verið ánægðar, er það ekki?
8. Þeir eru alveg jafn ringlaðir og við.
Þeir eru kannski ekki með heilu blöðin sem fjalla bara um þá og samskiptin við konur (eins og við) og eyðir ekki mörgum klukkustundum í að ræða okkur við vini sína, en, þeir geta alveg orðið ruglaðir þegar kemur að samskiptum við okkur.
Heimildir: TheFrisky